MacMurray Estate Russian River Chardonnay 2015

Fred Macmurray var með þekktari leikurum Hollywood ekki síst á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og lék í myndum á borð við Double Indemnity. Hann vann með stórleikurum á borð við Bogart og Dietrich en náði aldrei á þann stall sjálfur, kvikmyndavefurinn Imdb segir hann líklega einn vanmetnasta leikara sinnar kynslóðar. Í frístundum sínum hélt hann til á búgarði sínum Sonoma þar sem hann var með búfé og stundaði fluguveiðar í Russian River. Nú í seinni tíð er búgarður MacMurray þekktastur fyrir vínin sem þar eru ræktuð.

Þetta er yndislegt Chardonnay, í nefinu ferskjur og ananasfrómas, eikin er ekki að fela sig, þarna eru líka Freyjukaramellur og vanilla, örlitill reykur, vínið er mjúkt, feitt en með góðum ferskleika.

90%

3.299 krónur. Frábær kaup. Þetta er vel gert Sonoma-vín sem má bera fram með jafnt laxi sem skelfisk.

  • 9
Deila.