Cloudy Bay Pinot Noir 2015

Cloudy Bay er vínhúsið sem að upphafleg ruddi brautina fyrir Nýja Sjáland alþjóðlega þegar að Sauvignon Blanc-vín þess kom Marlborough-héraðinu rækilega á kortið. Rauðvínið úr Pinot Noir-þrúgunni er hins vegar ekki síður áhugavert. Fagurrautt með angan af kirsuberjum og rifsberjum er blandast saman við svolítið austræn kryddblöndu, kaniltónar, mild eik, jörð. Þurrt og fínlegt, elegans út í gegn. Minnir meira á flott Loire-vín úr Pinot en Búrgundara.

4.899 krónur. Frábær kaup. Með önd og gæs.

  • 9
Deila.