Finca Las Moras Cabernet- Cabernet 2016

Nafnið á þessu víni frá vínhúsinu Finca Las Moras í Argentínu er ekki misritun, þarna er einfaldlega verið að vísa til þess að vínið er blanda úr Cabernet-þrúgunum báðum, Cabernet Sauvignon og Cabernet Franc, sem auðvitað eiga báðar uppruna sinn að rekja til Bordeaux í Frakklandi. Vínið er mjög dökkt, kryddaður og heitur sólberja- og kirsuberjaávöxtur í nefi, nokkuð kryddað, þarna er negull og vottur af myntu en líka mild, græn paprika, örlítið kaffi. Mjúkt og ágætlega þykkt, þægileg og fersk sýra.

80%

2.599 krónur. Frábær kaup. Með lambakjöti.

  • 8
Deila.