Coto de Imaz Gran Reserva 2011

Gran Reserva er hástigið í vínflokkuninni í Rioja, þetta eru vínin sem legið hafa lengst í kjöllurum vínhúsanna, fyrst á tunnu og svo á flösku áður en að þau eru sett í sölu. Þetta Gran Reserva frá Coto de Imaz er komið á sitt áttunda aldursár, það er farið að sýna smá þroska en það eru engin þreytumerki á því, það er enn ágætlega ungt og sprækt. Þroskinn kemur ekki síst fram í litnum þar sem dökkrauður liturinn er farinn að taka á sig örlítið brúnleitari tóna meðfram röndunum, eik og ávöxtur hafa runnið fullkomlega saman í nefi í þétta, heita og svolítið kryddaða heild þar sem finna má reyk, dökkt súkkulaði, þroskaðar fíkjur og kirsuber. Það hefur ágæta fyllingu í munni, þægilega mjúkt og þykkt, langt og fínt.

80%

3.399 kronur. Frábær kaup. Nautakjötsvín.

  • 8
Deila.