Marques de Murrieta Reserva 2014

Þau eru mörg vínhúsin í Rioja en Marques de Murrieta er eitt af þeim sem setur línuna sem eins konar referenspunktur fyrir hvernig toppvín úr héraðinu eiga að vera. Reserva-vínið kemur úr þrúgum frá Ygay-búgarðinum syðst í Rioja Alta og blandan er klassísk með fjórum þrúgum, meirihlutinn auðvitað Tempranillo en líka heil 9% af Graciano. 2014 var þokkalegur árgangur í Rioja en þetta vín er einspyrnu gott, dökkt á lit og með dökkri, þungri og þykkri angan, heitur kirsuberja- og brómberjaávöxtur, kryddjurtir og vanilla úr eikinni, þykkt og flauelsmjúkt, en líka með góðri sýru sem brýtur vínið upp, gæðir það lífi og lengd, það er ekkert að nálgast það að  falla á tíma. Má vel umhella núna.

100%

3.399 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu nautakjöti, lambahrygg eða læri, með hreindýri.

  • 10
Deila.