MacMurray Estate Pinot Gris 2015

Fred Macmurray var með þekktari leikurum Hollywood ekki síst á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og lék í myndum á borð við Double Indemnity. Hann vann með stórleikurum á borð við Bogart og Dietrich en náði aldrei á þann stall sjálfur, kvikmyndavefurinn Imdb segir hann líklega einn vanmetnasta leikara sinnar kynslóðar. Í frístundum sínum hélt hann til á búgarði sínum Sonoma þar sem hann var með búfé og stundaði fluguveiðar í Russian River. Nú í seinni tíð er búgarður MacMurray þekktastur fyrir vínin sem þar eru ræktuð.

Vínið er fallega gult og ávöxturinn í nefinu er sætur og þægilegur, bökuð epli og perur, fíkjur og hunang, í munni þægileg sýra og sætur ávöxtur, þetta er vín sem myndi flokkast sem off-dry, þykkur og þægilegur ávöxutrinn breiðir vel úr sér og gefur fína fyllingu.

90%

3.099 krónur. Frábær kaup. Með asískum réttum og fusion-matargerð.

  • 9
Deila.