Marques de Valparaiso Crianza 2015

Bodegas Valparaiso er eitt af mörgum nýjum vínhúsum í Ribera del Duero. Það hóf rekstur um aldamótin í bænum Quintana del Pidio og er því að nálgast tvítugsaldurinn. Valparaiso á um 70 hektara af ekrum þar sem Tempranillo-þrúgan eða Tinta del Pais eins og hún er nefnd í Ribera.

Dökkrautt á lit, mild ávaxtaangan, þroskaðar plómur og kirsuber, ávöxturinn á mörkum þess að vera þurrkaður, eikartónar, fersk sýra í munni, tannískt, stíllinn léttur af Ribera að vera og lipur.

80%

3.457 krónur. Mjög góð kaup. Með rauðu kjöti.

  • 8
Deila.