Cepa 21 Hito 2016

Hito er yngsta vínið eða „Crianza“ frá nýbylgjuvínhúsinu Cepa 21 í Ribera del Duero á Spáni. Þið getið lesið nánar um þetta hérað og Cepa 21 með því að smella hér. Með yngsta víninu er átt við að það hefur ekki legið nærri því eins lengi í eikartunnum og „eldri“ vín á borð við Reserva.

Það fer ekki á milli mála á litnum að vínið er ungt og kröftugt, liturinn djúpur og dimmfjólublár, það byrjar með dökkum og safaríkum kirsuberja, rifsberja og bláberjaávexti en eftir því sem að það fær að standa lengur kemur uppbygging vínsins betur í ljós, eikin rennur saman við ávöxtinn og vanilla og blómaangan gægjast fram. Vínið er mjög ungt og aflmikið og með fín og kröftug tannín en jafnframt mjúkt og þægilegt. Umhellið gjarnan.

80%

2.699 krónur. Frábær kaup. Flott með nauti eða lambi.

  • 8
Deila.