Montes Limited Selection Cabernet-Carmenere 2016

Ekrurnar sem að Aurelio Montes hóf að rækta á Apalta-hæðinni í Colchagua-dalnum halda stöðugt áfram að gefa frá sér ótrúlega góð vín, sem virðast sum hver bara verða betri og betri. Carmenere-þrúgan er auðvitað orðin eins konar flaggskipsþrúga Chile, gömul Bordeaux-þrúga sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga í Chile þar sem áratugum saman var talið að hún væri í raun Merlot.

Í víninu Limited Selection er hún blönduð annarri Bordeaux-þrúgu, Cabernet Sauvignon, en er þó alveg ríkjandi í blöndunni.

Dimmrautt, angan er þykk, dökk og þroskuð ber, sultuð sólber, kirsuber, kryddað, vottur af myntu og ekvalyptus. Þykkt, ferskt og mjúkt með mjúkum og fínlegum tannínum,

90%

2.098 krónur. Frábær kaup. Einstaklega flott vín miðað við þetta verð.

  • 9
Deila.