Montecillo Reserva 2012

Fyrr í sumar tókum við nýtt Crianza vín-frá Montecillo til umfjöllunar, en það er ekki síður ástæða til að staldra við nýtt Reserva-vín, sem rétt eins og yngra vínið er nú með nýja framsetningu. Það eru orðin 25 ár síðan að við tókum fyrsta vínun sem hingað komu til frá Montecillo til umfjöllunar. Þá voru all nokkur Rioja-vín farin að koma inn í vínbúðirnar í kjölfar þess að tekin var upp reynslusala á vínum en ekki fast framboð.  Lengi vel mátti þekkja muninn á vínunum á litnum á flöskumiðanum, Crianza-vínið hefur lengst af verið með rauðleitan miða en Reserva-vínið bláleitan. Nú eru þau hins vegar bæði komin með nútímalega, hvíta miða þótt enn megi aðgreina þau litalega út frá hulsunni á flöskuhálsinum.

Reserva 2012 frá Montecillo er rétt eins og Crianza-vínið farið að taka mið af breyttum áherslum í víngerðinni, þar sem ameríska eikin er ekki eins áberandi, ávöxturinn meira í forgrunni og vínin frískari. Það hefur dimmauðan lit og dökk ber eru áberandi, kræbkiber og bláber allt að því sultuð í bland við dökkt súkkulaði og jörð. Vínið er vel uppbyggt, það er þétt, tannín halda vel utan um vínið, sýran er ferskt og lifandi og eikin spilar vel með ávextinum sem smám saman er að færa sig yfir í aukinn þroska með auknum aldri.

 

90%

2.699 krónur. Frábær kaup á þessu verði. Leyfið víninu að njóta sín til fulls með umhellingu og berið fram með grilluðu lambi eða nauti. 

  • 9
Deila.