Laurent Miquel Albarino 2016

Albarino-þrúguna tengja flestir við Galisíu í norðausturhluta Spánar og norðurhluta Portúgal. Það bendir þó margt til að upphaflega hafi þessa þrúgi borist þangað frá Frakklandi með pílagrímum  frá Cluny er gengu Jakobsveginn til borgarinnar Santiago de Compostela.

Laurent Miquel í suðurhluta Frakklands hefur á undanförnum árum unnið að því að „endurheimta“ Albarino til Frakklands og ræktar hana á ekrum sínum í þorpinu Lagrasse í Corbiereres í Languedoc.

Fölt á lit, fölgrænt, mild sítrus og ferskjuangan, hvít blóm, létt og ferskt, sýrumikið og örlítið míneralískt. 

70%

2.499 krónur. Mjög góð kaup. Ferskt og þægilegt sem fordrykkur eða með léttum sjávarréttum. Sérpöntun.

  • 7
Deila.