Lamothe-Vincent Héritage 2017

Lamothe-Vincent Héritage er rauðvín sem stendur alltaf fyrir sínu og er bara ansi góður Bordeaux í sínum verðflokki. Vínið er flokkað sem Bordeaux Superieur og Merlot er ríkjandi fram yfir Cabernet Sauvignon. Liturinn er dimmrauður út í fjólublátt, nokkuð dökk berjangan, sólber, krækiberjasafi og vottur af eik sem bætir við mildri vanillu, vínið hefur fína sýru, það er ferskt, hefur fínan strúktúr og er ansi hreint elegant miðað við verð.

 

80%

2.499 krónur. Frábær kaup. Hörkufint Bordeaux-vín í sínum verðflokki. Reynið með andarbringum eða kálfakjöti.

  • 8
Deila.