Óx í hæstu hæðum hjá White Guide

Það kann að vera að Ísland hafi misst einu Michelin-stjörnuna sína fyrr á þessu ári en það er þó ákveðin sárabót í því að í nýjustu útgáfu The White Guide fær veitingahúsið Óx, veitingahús Þráins Freys Vigfússonar, allra hæstu mögulegu einkunn og er í flokknum „Global Masterclass“ ásamt bestu veitingahúsum Norðurlands. Þá er Slippurinn í Vestmannaeyjum settur í flokkinn Masterclass.

Við fjölluðum á sínum tíma um Óx og má lesa þá grein hér.

White Guide kom fyrst út sem matvísir fyrir sænsk veitingahús árið 2005 og hefur smám saman verið að færa út kvíarnar, fyrst á Norðurlöndunum og svo alþjóðlega. Í dag er White Guide líklega ásamt Michelin sá vísir sem gefur besta mynd af því sem er best og mest spennandi í norrænni matargerð í dag.

Það er farið fögrum orðum um íslenska matargerð í grein í White Guide og ólíkt því sem gerist hjá Michelin er hægt að lesa um alla veitingastaðina og fá skýringar á því hvers vegna viðkomandi staður er talinn vera framúrskarandi. H’er á eftir er listi White Guide yfir bestu veitingahús Íslands og einnig má lesa grein þeirra með því að smella hér. Fyrri talan í einkunnagjöfinni sýnir heildarstigafjölda fyrir mat (40 hæsta mögulega) og síðari talan sýnir heildareinkunn af 100 mögulegum stigum.

GLOBAL MASTERS LEVEL
1. ÒX Restaurant, Reykjavik 36/89

MASTERS LEVEL
2. Slippurinn, Vestmannaeyjar 32/75

VERY FINE LEVEL
3. Grillið, Reykjavík 30/75
4. Norð Austur Sushi & Bar, Seyðisfjörður 31/74
5. Marshall house/La Primavera, Reykjavík 28/74
6. Austur – Indiafjelagid, Reykjavik 32/72
7. Skál (Hlemmur Mathöll), Reykjavík 31/72
8. Matur og Drykkur, Reykjavík 30/72
9. Vox Brasserie & Bar (Hilton Hotel), Reykjavík 30/71

FINE LEVEL
10. MAT BAR, Reykjavík 27/69
11. Mimir (Radisson Blu Saga Hotel), Reykjavík 27/67
12. Tjöruhúsið, Ísafjörður 29/66
13. Moss Restaurant, Grindavík 22/65
14. Sumac Grill + Drinks, Reykjavík 25/62

Deila.