Pago de los Balagueses Chardonnay 2017

Vinedos & Bodegas Vegalfaro er vínhús í Valencia-héraði á Spáni sem leggur mikla áherslu á lífræna ræktun.  Flaggskipið er Pago de los Balagueses, búgarður sem fellur í hinn nýlega Pago-flokk spænska flokkunarkerfisins. Þessi kategóría var tekin upp árið 2011 og svipar til frönsku Grand Cru-skilgreiningarinnar, það er að segja afmörkuð ekra eða búgarður sem er talinn búa yfir einstökum og afburða kostum. Einungis sautján vínhús hafa komist í Pago-flokkinn og er Balagueses eitt þeirra.

Vínið er ljósgult, yfirbragðið klassískt hágæða Chardonnay, eikað, sítrus, ávöxtur út í hitabeltisávöxt, mild vanilla og smjördeig, í munni er það afskaplega mjúkt, með hunangsmjúkum ávexti og ferskri sýru.

90%

3.590 krónur. Frábær kaup. Vín fyrir humar, jafnvel með hvítu kjöti.

  • 9
Deila.