Marchese Antinori Chianti Classico Riserva 2016

Chianti Classico vínið Marchese Antinori hefur eins og mörg af vínum Antinori verið að taka breytingum á síðustu árum. Lengi vel gekk það undir nafninu Tenuta Marchese Antinori en frá árinu 2011 eru eingöngu notaðar þrúgur í vínið af hinnið goðsagnakenndu Tignanello-ekru Antinori-fjölskyldunnar í San Cisciano í hjarta Chianti Classico. Og óneitanlega minnir vínið töluvert á stórabróðurinn Tignanello í stílnum, það er ekkert ósvipað því víni eins og það var fyrir nokkrum árum.

Þetta er margslunginn Chianti, dökkur berjaávöxturinn er mjúkur og þykkur, saman við hann rennur angan af leðri, dökkristuðu kaffi, jörð og kryddum, vínið er massíft og hefur þéttan strúktur, í munni þykkt, eikað, ferskt.

100%

4.799 krónur. Frábær kaup. Magnað vín, t.d. með villibráðinni. Umhellið.

  • 10
Deila.