Tommasi Amarone 2015

Amarone er einstakur norður-ítalskur vínstíll frá Valpolicella-svæðinu í kringum Verona. Þrúgurnar eru ekki pressaðar strax eftir uppskeru heldur þurrkaðar þannig að safinn verður þykkur og sætur og vínin oft þung og mikil. Tommasi hefur náð góðum tökum á þessum stíl, þetta er kröftugur og flottur Amarone, í nefi þurrkaður kirsuberjaávöxtur, fíkjur, súkkulaði, kryddað, piprað, í munni þykkt og mjúkt, nokkuð þurrt og þægilegt.

90%

5.999 krónur. Frábær kaup. Þetta vín þolir vel villibráð.

  • 9
Deila.