Baron de Ley Reserva 2015

Vínhúsið Baron de Ley í Rioja er eitt húsunum sem alltaf er hægt að reiða sig á. Það er mikill stöðugleiki í gæðum vínanna og ár eftir ár skila þau sínu, vel gerðum vínum með frábæru hlutfalli verðs og gæða. 2015 Reserva-árgangurinn er þar engin undantekning. Dökkur djúpur litur, þroskaður og kryddaður ávöxtur, vínið hefur legið 2 ár í tunnum úr amerískri eik og það leynir sér ekki, þótt eikin sé langt í frá að taka völdum, reykur og mild karamella. Þétt og fín tannín í munni, vínið hefur ferskt yfirbragð og heldur sér lengi.

90%

2.799 krónur. Frábær kaup. Með nauti og lambi.

  • 9
Deila.