Chateau l’Hospitalet La Reserve 2018

Vínbúgarðurinn Chateau l’Hospitalet er rétt utan við bæinn Narbonne í suðurhluta Frakklands á víngerðarsvæði sem nefnist La Clape. Landslagið er stórbrotið á þessu svæði, bergið (klöppin) rís  tignarleg upp yfir Miðjarðarhafið og utan við vínekrurnar eru hávaxin furutré og lággróður, það sem Frakkar kalla garrique, vilt rósmarín, timjan og lavender. Angan gróðursins magnast upp í sólinni og oft má einnig greina þessa kryddjurtatóna í vínum Languedoc.

Reserve-vínið er hið fyrsta af þremur vínum sem koma frá húsinu, töluvert dýrari eru stóra vínið Grand Vin og ofurvínið l’Hospitalitas. Eins og flest önnur vín Gerards Bertrands eru vín Hospitalet gerð úr lífrænt ræktuðum og lífefldum þrúgum. Ávöxturinn er dökkur, sæt, krydduð sólberja og bláberjaangan, garrigue-kryddjurtaangan, reykelsi. Massívt í munni, ferskt, kröftug, mjúk tannín, langt og míneralískt.

90%

3.399 krónur. Frábær kaup. Með lambalæri, lambahrygg og kryddjurtum, með hægelduðum kjötréttum.

  • 9
Deila.