Baron de Ley Blanco 2019

Spænsk hvítvín hafa verið að sækja verulega í sig veðrið á síðustu árum og stöðugt fleiri vínunnendur uppgötva að Spánverjar eru ekki einungis lunknir í rauðvínsgerðinni. Þetta hvítvín frá Baron de Ley kemur frá þekktasta rauðvínssvæði Spánar, Rioja en þar er ekki síður hægt að rækta hvítar þrúgur. Í þessu tilviki eru það Viura og Malvasia sem eru notaðar, tvær af algengari þrúgum Spánar. Vínið hefur fölgrænan blæ, angan þess er fersk og fókuseruð, lime og græn, þroskuð epli og þroskaðar perur, melóna. Það er ferskt og sprækt í munni, þurrt og þægilegt.

80%

1.899 krónur. Frábær kaup. Þetta er ótrúlega gott vín fyrir þennan pening.

  • 8
Deila.