Vínin sem fá Gyllta glasið

Nú er nýlokið smökkun um Gyllta Glasið 2020 sem er undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í í ár er frá 2.490 kr til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin sem send voru í smökkunina.  Smökkunin í ár er tvískipt. Í þessum fyrri hluta voru vín frá Suðurhvelinu tekin fyrir ásamt vínum frá Norður- Ameríku. Að auki var sérstakur rósavínsflokkur, en þar var ekkert verðþak og máttu vínin koma hvaðan sem er úr heiminum, eina krafan var að vínið væri árgangsmerkt.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til og yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E. H. Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna. 

6 hvítvín ( tvö voru hnífjöfn ), 10 rauðvín og 4 rósavín hlutu Gyllta glasið 2020.  Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin. 

 

Hvítvín:

 • Lohr Cardonnay 2018
 • Peter Lehmann Portrait Riesling Eden Valley 2017
 • Beringer Founder’s Estate Chardonnay 2016
 • Chateau Ste Michelle Riesling 2018
 • Saint Clair Vicar’s Choice Riesling 2016
 • Beringer Napa Valley Chardonnay 2015

 

Rauðvín:

 • Trivento Golden Reserve Malbec 2018
 • Hess Select North Coast Cabernet Sauvignon 2016
 • Thelema Mountain Shiraz 2015
 • Emiliana Coyam 2017
 • Peter Lehmann The Barossan Shiraz 2018
 • Trapiche Gran Medalla Malbec 2016
 • Alamos Malbec 2018
 • Trapiche Perfiles Malbec 2018
 • Matua Valley Pinot Noir 2018
 • Brancott Pinot Noir 2016

Rósavín:

 • La Baume Pinot Noir Rosé 2019
 • Cameleon Pink Shiraz 2018
 • Tommasi Baciorosa 2019
 • Stemmari Rosé 2019
Deila.