Campo Viejo Tempranillo 2017

Nær öll Rioja-vín eru gerð að langmestu leyti úr rauðvínsþrúgunni Tempranillo. Engu að síður hafa nokkur vínhús brugðið á það ráð að auðkenna vín sem „Tempranillo“ en með því er verið að gefa til kynna að það sé þrúgan og ávöxturinn sem er í fyrirrúmi en ekki geymslan á tunnum líkt og í hinum klassísku vínum héraðsins. Litur vínsins er dimmrauður, angan er krydduð, mild eik með smá reyk, berjakompott, ferskt í munni, mild tannín með þykkum, fínum ávexti

70%

2.199 krónur. Mjög góð kaup. Með grilluðu kjöti.

  • 7
Deila.