Fáir ef nokkrir gera rósavín betur en Suður-Frakkar og hér er eitt afbragðsgott frá meistaranum Gerard Bertrand, blanda úr þremur Miðjarðarhafsþrúgum, Cinsault, Syrah og Grenache. Liturinn er bleikur og ávöxturinn í nefinu einkennst af rauðum berjum, jarðarber og hindber eru ríkjandi, ferskt í munni, sætur örlitið beiskur berjaávöxtur.
80%
2.699 krónur. Með sumarlegum salötum og grilluðu ljósu kjöti.
-
8