Villa Antinori Bianco 2018

Antinori-fjölskyldan hefur framleitt vín undir merkjum Villa Antinori í nær eina öld. Fyrsta rauðvínið kom 1928 og fyrsta hvítvínið 1931. Þau hafa bæðið tekið miklum breytingum á þessum áratugum og stíllinn tekið nokkrar beygjur. Hvítvinið var lengi vel ekkert afskaplega spennandi en það hefur breyst mikið á síðustu árum og er nú hið fínasta Toskana-hvítvín. Það eru fimm þrúgur í 2019-árganginu, Pinot Grigio, Pinot Blanco, Trebbiano, Malvasia Toscana og Riesling Renano. Liturinn er fölgulur og ávöxturinn ferskur, melónur og þurrkaðar ferskjur, smá sítróna og hvít blóm. Það hefur meðalþyngd í munni, góða lengd og ferska sýru. Tilvalið matarvín.

2.299 krónur. Frábær kaup. Reynið t.d. með góðu ítölsku sjávarréttapasta.

  • 8
Deila.