Bodegas Áster 2015

Bodegas Áster er vínhús í Ribera del Duero sem er í eigu La Rioja Alta, eins virtasta vínhúss Rioja og að er víngerðarteymi Rioja Alta sem á heiðurinn af þessu flotta víni. Ávöxturinn er dökkur og kröftugur, bökuð sólber, töluvert kryddað, kakó og leður, lakkrís. Í munni er þetta mikið vín, það er kraftur í því og kröftug tannín sem taka í, langt, míneralískt í lokin.

90%

3.699 krónur. Frábær kaup. Fínt með önd, nauti eða lambi.

  • 9
Deila.