Protos Reserva 2014

Bodegas Protos í Ribera del Duero varð til fyrir tæpri öld er hópur vínræktenda ákvað að taka höndum saman og framleiða vín undir sömu merkjum. Vínhúsið setur í dag verulegan svip á vínhéraðið, bæði í ljósi umsvifa en ein einnig í bókstaflegri merkingu með víngerðarhúsi teiknuðu af Richard Rogers sem líklega er þekktastur fyrir Centre Pompidou-bygginguna í París.

Þetta er stórt og mikið Reseva-vín, stíllinn er þungur og klassískur, það er voldugt, áfengt (15%) og eikin er fyrirferðarmikil. Liturinn er djúpur og dökkur, í nefinu sætur, þykkur svartur ávöxtur , bláber og krækiber, sæt, ristuð eik, sedrus, rjómi. Tannín massív og þykk, vínið langt, þét með krydduðum kaffitónum í lokin. Það eru engin þreytumerki á þessu víni, það á langt líf fyrir höndum.

4.599 krónur. Frábær kaup. Þetta er stórt og mikið vín fyrir stærstu og flottustu steikurnar.

  • 10
Deila.