El Miracle Cava Brut

El Miracle er Cava-freyðivín frá spænska vínhúsinu Vicente Gandia en vín þaðan hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu hjá okkur. Þetta er blanda úr þrúgunum Macabeo og Chardonnay og gert með hefðbundinni flöskugerjunaraðferð, sem stundum er nefnd „kampavínsaðferðin“ eða champenoise. Litmeira en Cava-vín eru oft, ljósgult með þéttum og ákveðnum bólum. Þurrkaður ávöxtur, apríkósur og ferskjur, mjólkurkex, ger, smjör. Ferskt og þægilegt í munni, nokkuð þykkt.

80%

2.490 krónur. Frábær kaup. Hörkufínt Cava.

  • 8
Deila.