M de Minuty Rosé 2019

Það er frábært að sjá öll vínin frá Provence sem eru að bætast í rósavínsflóruna því að ef eitthvað víngerðarsvæði í heiminum hefur nær sjálfvirk hugrenningartengsl við rósavín þá er það þetta franska Miðjarðarhafshérað. Chateau Minuty er vínhús á Saint-Tropez-skaganum við Rívíeruna sem að sérhæfir sig í gerð framúrskarandi rósavína. M de Minuty er blanda úr Cinsault og Grenache, fölbleikt með ferskri angan af rauðum berjum, jarðarberjum og sítrusberki, appelsínuberki, blóm. Það er brakandi ferskt, þægileg sýra og ávöxturinn bjartur og þægilegur út í gegn.

90%

3.144 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.