Sólskin Pinot Noir 2018

Íslenski vínbóndinn Höskuldur Hauksson ræktar vín sín í svissnesku kantónunni Aarberg vestur af Zurich og vínið Sólskin er gert úr algengustu þrúgu héraðsins, búrgundarþrúgunni Pinot Noir. Það er hægt að fræðast betur um víngerðina Hauksson hér. Sólskin er fagurrautt og nefið fullt af rauðum, sprækum berjaávexti, mildum lakkrís og vott af við. Kryddaður ávöxturinn heldur áfram í munni, tannín kröftug og þétt. Þetta er hressilegt vín, fellur að mat.

80%

3.990 krónur. Frábær kaup. Með kjúklingaréttum, þess vegna krydduðum marokkóskum kjúklingaréttum.

  • 8
Deila.