Marques de Murrieta Reserva 2016

Marques de Murrieta er með þekktustu Rioja-húsunum og framleiðir eitt af bestu rauðvínum Spánar, Castello Ygay. Þetta hús á sér merkilega sögu og má lesa nánar um það hér. Reserva-vínið 2016 er með 87% Tempranillo í blöndunni og auk þess Graciano, Mazuelo og Garnacha. Þó hlutfallið sé ekki hátt setur ekki síst Graciano mark sitt á karakter vínsins. Liturinn þéttur og dökkur, ávöxturinn í fyrstu þurrkaður og kryddaður, plómur, brómber og kirsuber, kakóbaunir, sæt krydd. Í munni fínleg tannín, þurrt og þéttriðið. Má vel geyma í 3-5 ár.

90%

3.990 krónur. Frábær kaup. Fínlegur og elegant árangur frá Murrieta. Með vel hanginni nautasteik, lambi eða mildri villibráð, s.s. hreindýri eða gæs.

  • 9
Deila.