
Lugana er víngerðarsvæði við suðurenda Garda-vatnsins á mörgum vínhéraðanna Veneto og Lombardia eða Langbarðalands. Þetta er ekki stórt svæði og það hefur ekki farið mikið fyrir því alþjóðlega, fyrst og fremst hafa það verið ferðamenn á Garda-svæðinu sem hafa notið þeirra. Lugana hefur hins vegar verið að sækja í sig veðrið og státar m.a. af svæðisbundinni þrúgu sem heitir Turbiana.
Turbiana-þrúgurnar sem Tommasi notar í þetta vín eru ræktaðar á ekrum í suðurjaðri bæjarins Dezensano, sem margir kannast eflaust við. Vínið er fölgult, bjartur ilmur þar sem hvít blóm eru fyrirferðarmikil, perur, melóna og mildur sítrusávöxtur. Þurrt, ferskt og sjarmerandi.
80%
2.750 krónur. Mjög góð kaup. Með smjörsteiktri bleikju. Með rækjum.
-
8