Ruffino Riserva Ducale 2017

Riserva Ducale frá vínhúsinu Ruffino er líklega eitt þekktasta rauðvín Toskana. Það hefur verið framleitt frá árinu 1927 og hefur útlit þess verið hið sama frá upphafi. Tengslin við Bandaríkjamarkað hafa ekki síst verið sterk en Ruffino var fyrsta Chianti Classico-vínið sem þar var flutt inn. Hertoginn sem nafn vínsins vísar til mun vera hertoginn af Aosta. Hann hafði í lok nítjándu aldar valið Ruffino sem hirðvín sitt og var ákveðið að Riserva-vínið skyldi nefnt honum til heiðurs.

2017 er með betri Ducale-árgöngum í einhvern tíma, þétt og þykkt rauðvín, mórautt með kryddaðri rauðri berjaangan, leður, kaffi, heitt og mjúkt, fínleg tannín, kryddaður, þurr endir, lakkrís.

90%

3.699 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.