Chateau Cigalus hefur nokkra sérstöðu meðal vínhúsana í eigu Gerard Bertrand, þarna býr hann sjálfur ásamt fjölskyldu sinni og það er líka í Cigalus sem að hann tók fyrstu skrefin í að taka upp bíódínamíska vínrækt árið 2002.
Cigalus er líka ólíkt flestum öðrum “domaine” vínunum að það er ekki alþjóðlegra að upplagi. Þrúgurnar eru annars vegar “Bordeaux-blanda” (Cabernet Sauvignon, Cabernet Franc og Merlot) og hins vegar klassískar Miðjarðarhafsþrúgur svæðisins (Syrah, Grenache). Cabernet er augljós í litnum, sem er dekkri en hjá hreinu Midi-vínunum og í nefinu er að finna svartan sem rauðan ávöxt, sólber, bláber, kirsuber, í nefinu er líka töluvert af blómum, rósir og hawaírósir, sýran er fersk og tannin kröftug, mikið vín, fyrir góða nautasteik.
5.999 krónur. Frábært vín og gefur mikið fyrir peninginn. Fyrir bestu nautasteikurnar.
-
10