Cote des Roses Rosé 2023

Cote des Roses eða Rósaströndin er heitið á Miðjarðarhafsstrandlengjunni austur af Narbonne í suðurhluta Frakklandi. Skammt frá Narbonne er líka að finna kjarnan í starfsemi vínhússins Gerard Bertrand en Cote de Roses er einmitt nafnið á einni vínlínu hússins. Rósavínið í Cote de Roses er ljúft og þægilegt Miðjarðarhafsrósavín, uppistaðan Grenache og Syrah með smá Cinsault, fölbleikt á lit með frískandi jarðarberjum og rifsberjum í nefinu, blóm og sítrus, fersk sýra og smá mildur og þægilegur beiskleiki í lokin.

80%

2.999 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.