La Chablisienne La Sereine 2009

Vínsamlagið Chablisienne er stærsti framleiðandi Chablis-vína. Samlagið var sett á laggirnar árið 1923 og í dag eiga um 300 vínræktendur aðild að því. Ræður samlagið yfir um 25% af heildarræktarsvæði Chablis og framleiðir allt frá Petit Chablis og upp í Grand Cru.

2009 La Sereine Chablis er dæmigert og ljúffengt Chablis-vín. Þykk og fersk angan af sítrus, sítrónu og limebörk í byrjun, þróast út í steinefni eftir því sem líður á. Þétt vín, lifandi og langt. Virkilega gott matarvín. Reynið t.d. með þessari ljúffengu hörpuskel hér.

2.898. Góð kaup.

Deila.