E. Guigal Cotes-du-Rhone 2007

Árgangurinn 2007 var einhver sá besti í manna minnum í Rhone, ár þar sem allt gekk upp og jafnvel einföldustu vín urðu virkilega góð. Vínanna frá bestu vínhúsunum hefur því verið beðið með mikilli eftirvæntingu og nú fyrir skömmu kom Cotes-du-Rhone vínið frá E. Guigal á markaðinn.

Cotes-du-Rhone verður ekki mikið betri en þetta, þetta er alveg hreint magnað vín fyrir þennan pening. Það er dökkt og þungt, með djúpum svörtum berjakeim, sólber og krækiber en einnig þroskaðar plómur, sem fléttast saman við kryddjurtahjúp og reyk. Djúpt og flauelsmjúkt, breiðir vel úr sér og endist lengi, þegar tilbúið en mun þroskast vel næstu 3-5 árin. Með lambi og kryddjurtum.

2.498 krónur. Frábær kaup.

 

Deila.