Espresso ís

Það er alvöru kaffibragð af þessum ís og því mikilvægt að nota hágæða baunir og kaffi. Best er að nota dökkristaðar espressobaunir eða annað gott dökkt kaffi á borð við French Roast.

  • 1 ½ bolli mjólk
  • ¾ bolli sykur
  • 1 ½ bolli heilar kaffibaunir
  • 1 ½ bolli rjómi
  • 5  eggjarauður
  • ¼ tsk vanilludropar
  • ¼ tsk fínmalað, sigtað kaffi
  • klípa af salti

Aðferð

Hitið upp mjólkina,sykurinn kaffibaunirnar, saltið  og ½ bolla af rjóma í potti á miðlungshita. Passið vel upp á að mjólkin sjóði ekki upp úr. Slökkvið á hitanum þegar mjólkin er orðin mjög heit og gufa byrjar að streyma upp. Leyfið blöndunni að standa í eina klukkustund.

Kælið skál niður með því að láta hana liggja á klakabeði. Hellið afganginum af rjómanum í skálina.

Hitið mjólkina aftur upp. Hún má ekki byrja að sjóða.

Setjið eggjarauðurnar í skál og pískið vel saman. Blandið heitri mjólkurblöndunni saman við. Pískið vel allan tímann.

Hellið þessu öllu síðan aftur í pottinn. Hitið varlega upp á vægum hita þannig að blandan fer að þykkna, um tíu mínútur. Hrærið vel í allan tímann.

Hellið blöndunni í gegnum sigti ofan í skálina með rjómanum. Þrýstið með sleif á kaffibaunirnar í sigtinu til að ná sem mestum vökva úr þeim. Hendið baununum.

Blandið loks vanilludropunum og fínmalaða kaffinu saman við.

Hrærið í á meðan klakinn, sem skálinn liggur á, kælir niður blönduna.

Kælið ísinn í ísskápnum og frystið síðan.

Deila.