Saltfiskur er eitthvert besta hráefni sem að við eigum og það kunna engir betur að eiga við hann en Spánverjar. Það magnaða við þennan rétt er hvernig brögðin renna saman og ekkert eitt verður ríkjandi.
Saltfiskur gefur veirð sannkallaður herramannsmatur, ekki síst þegar hann er eldaður að hætti Spánverja og Portúgala. Hér er hann á beði úr rjómaelduðum kartöflum með steinselju og svörtum ólívum.
Portúgalar eru snillingar í að matreiða saltfisk rétt eins og Spánverjar og aðferðirnar eru yfirleitt nokkuð frábrugðnar hinum hefðbundnu íslensku aðferðum. Það á til dæmis við hér þótt að meginhráefnin séu kunnug: saltfiskur og kartöflur.
Það er merkilegt við íslenska saltfiskinn að hann á alveg einstaklega vel við spænsk rauðvín. Sem er heppilegt því engir kunna að elda saltfisk betur en Spánverjar. Það er því við hæfi að fyrsta uppskriftin í þessum nýja greinarflokki, Eldað með Faustino, skuli vera saltfisksuppskrift.