Nautasteik með Béarnaise-mús og púrtvínssósu
Béarnaise-sósan er klassísk og góð uppskrift af henni er hér. Hér notum við hins vegar sömu hráefni og fara í Béarnaise-sósu til að bragðbæta kartöflumús. Hún hentar vel með flestum nautasteikum og þess vegna líka grilluðu lambi. Með þessu líka einföld og fljótleg púrtvínssósa.