Nautasteik með Béarnaise-mús og púrtvínssósu

Béarnaise-sósan er klassísk og góð uppskrift af henni er hér. Hér notum við hins vegar sömu hráefni og fara í Béarnaise-sósu til að bragðbæta kartöflumús. Hún hentar vel með flestum nautasteikum og þess vegna líka grilluðu lambi. Með þessu líka einföld og fljótleg púrtvínssósa.

Béarnaise-mús

 • 600 g kartöflur
 • 2 dl rjómi
 • 150 g smjör
 • væn lúka af fersku estragon
 • væn lúka fínt söxuð flatlaufa steinselju
 • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 1 sítróna, börkur rifinn og safinn pressaður
 • 2 mskl hvítvínsedik
 • salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar og stappið. Hitið rjómann og smjörið varlega í potti og blandið saman við þegar smjörið hefur bráðnað. Blandið söxuðum kryddjurtunum, hvítlauknum og edikinu saman við ásamt sítrónuberki og safa. Bragðið til með góðu salti og nýmuldum pipar.

Fljótleg púrtvínssósa

 • 2 dl púrtvín
 • 1 dl balsamikedik

Sjóðiið niður um helming  á miðlungs hita.

Deila.