Leitarorð: sósa með kjöti

Uppskriftir

Það  er fátt betra en ferskar kryddjurtir og þessi blanda á einstaklega vel við góða, grillaða nautasteikk. Best er að nota vel fitusprengdan og stóran bita, s.s. Ribeye og elda við nokkuð vægan hita.

Uppskriftir

Diane er sósa sem passar einstaklega vel við nautakjöt, hvort sem notuð er T-Bone, Ribeye eða nautalund. Sósan er mjög fljótleg og hægt að gera á meðan að kjötið jafnar sig eftir steikinguna.

Uppskriftir

Béarnaise er ein þekktasta sósa franska eldhússins og er talið að hún hafi fyrst verið sett saman af matreiðslumeistaranum Collinet í lok nítjándu aldar. Hún er ekki kennd við svissnesku borgina Bern heldur héraðið Béarn í suðvesturhluta Frakklands, sem nú er orðið hluti af héraðinu Pyrénées-Atlantiques.

Uppskriftir

Bresk matargerð er ekki sú þekktasta í heimi og fáar breskar uppskriftir njóta alþjóðlegrar hylli. Einhver breskasta uppskrift sem fyrirfinnst er myntusósan sem að mati Breta er ómissandi með lambakjöti á hátíðisdögum.

Uppskriftir

Þessi graslaukssósa er ekki bara kaloríusnauð heldur tærasta snilld með grilluðu kjöti, hvort sem er lambi, nauti eða hreindýri. Hún er sömuleiðis góð með grilluðum kjúkling

Uppskriftir

Gráðostur er skemmtilegt hráefni í sósur og hér notum við hann líka til að fylla nautasteikurnar. Það þarf að hafa nokkur snör handtök þegar rétturinn er eldaður – því best er að útbúa allt rétt áður en diskarnir fara á borðið – og því er gott að vera búinn að undirbúa allt áður. Mæla upp það sem á að fara í sósuna og hafa til taks.

1 2 3