Fosters ódýrastur

Það hafa orðið miklar hækkanir á áfengi síðustu daga vegna hækkana á áfengisgjaldi og lækkandi gengi. Ekki hefur þó allt hækkað mikið, sem hlýtur að vera neytendum fagnaðarefni. Rolf Johansen hefur sent fjölmiðlum eftirfarandi fréttatilkynningu:

„Í kjölfarið á hækkun áfengisgjalds sl. föstudag urðu eðlilega miklar breytingar á verði á áfengi í vínbúðunum enda um mikla hækkun á áfengisgjaldi að ræða, +15% ofan í 10% hækkun sem var gerð í desember sl.

Algeng hækkun á bjór í 50 cl dósum er á bilinu 26 krónur (Egils gull) upp í 30 krónur (Víking gull) og er verð á 50cl dósabjór almennt á bilinu 250 – 330 krónur sem þýðir að kassinn kostar orðið 6.000.- til 7.900.-

Sem betur fer er til undantekning frá þessu en það er Foster‘s lagerbjórinn frá Ástralíu sem var að flytjast úr reynslusölu yfir í kjarnasölu í Vínbúðunum núna um mánaðarmótin.

Verðið á Foster‘s 50cl dós er ekki nema 215.- og er hann því lang ódýrasti bjórinn sem er fáanlegur í Vínbúðunum og hlýtur að vera fagnaðarefni fyrir bjórunnendur núna í miðri kreppunni.“

Deila.