Vínglösin frá Riedel

Ef vín eru ekki bor­in rétt fram skipt­ir litlu máli hversu góð þau eru. Vín þurfa rétt hita­stig til að njóta sín og síð­ast en ekki síst rétt glös.

Góð vín­glös eiga að vera ein­föld að allri gerð. Þau eiga að vera á stilk og túlíp­ana­lög­uð, þ.e. belg­ur þeirra á að þrengj­ast upp. Þau eiga ekki að vera út­skor­in eða lit­uð þar sem slíkt hef­ur áhrif á hina sjón­rænu upp­lif­un. Loks eiga þau að vera úr krist­alli, helst sem þynnst­um sem ein­fald­ar snert­ing­una við vín­ið. Þau verða að vera rúm­góð og þannig hönn­uð að jafn­vægi sé gott þeg­ar bú­ið er að hella víni í þau.

Ekki er neinn hörgull á góð­um glasa­fram­leið­end­um. Það er hins veg­ar óum­deilt að eng­inn fram­leið­andi í heim­in­um hef­ur lagt jafn­mikla vinnu í að hanna hin full­komnu vín­glös og Aust­ur­rík­is­mað­ur­inn Ge­org Riedel. Kunn­áttu­menn um vín kann að greina á um vægi ein­stakra ár­ganga, gæði til­tek­inna vína, hvaða þrúg­ur henta á hvaða svæð­um og raun­ar flest ann­að. All­ir eru hins veg­ar á einu máli um að Riedel-glös­in séu í sér­flokki. Þetta eru þau glös sem notuð eru í helstu smökkunum og af flestum vínhúsum heims þegar að þau vilja sýna vín sín í sem bestu ljósi.

Vinum-frá Riedel er hönnuð fyrir hin kröfuharða notenda en er jafnframt á mjög sanngjörnu verði. Þetta eru hágæða kristalsglös sem þola þvott í uppþvottavél.

Það hættu­lega við glös­in er hins veg­ar að eft­ir að mað­ur hef­ur einu sinni van­ið sig á þau verð­ur ekki aft­ur snú­ið og það get­ur kall­að á ýms­ar dýr­ar fjár­fest­ing­ar á borð við nýja glasa­s­kápa að falla fyr­ir Riedel.

Deila.