Jean Hugel látinn

Jean Frederic Hugel, sem um áratugaskeið var meðal helstu forsvarsmanna vínræktenda í Alsace, er látinn 84 ár að aldri. Jean Hugel var stór og mikill persónuleiki. Ég hitti hann í heimabænum Riquewihr í Alsace fyrir um áratug og skrifaði í kjölfarið þessa frásögn:

 

Einn lit­rík­asti per­sónu­leiki hér­aðs­ins er Je­an Hugel eða „Johnny“ eins og hann seg­ist vilja láta kalla sig þeg­ar við hitt­umst í vín­stofu fjöl­skyld­unn­ar í kjall­ara í Riquewi­hr. Johnny tók við af föð­ur sín­um, Fré­d­ér­ic Emile Hugel, sem gegndi mik­il­vægu hlut­verki við end­ur­reisn vín­rækt­ar í Elsass eft­ir fyrri heims­styrj­öld­ina.

Þótt frænd­ur hans sjái nú um rekst­ur­inn að mestu leyti er Johnny Hugel óþreyt­andi við að koma vín­um Elsass á fram­færi og hef­ur gert það að eins kon­ar ævi­starfi sínu að tryggja að Elsass-vín­in end­ur­heimti sess sinn sem fremstu hvítvín ver­ald­ar.

„Þrúg­urn­ar skipta mestu máli,“ seg­ir Johnny. „Vín­ið get­ur aldrei orð­ið betra en þrúg­urn­ar sem koma inn í vín­gerð­ar­hús­ið. Ég gef ekki mik­ið fyr­ir svo­kall­aða „vín­gerð­ar­menn“. Vín er ekki bú­ið til, það er rækt­að,“ seg­ir hann og opn­ar flösku af Riesl­ing. Á tapp­an­um hef­ur mynd­ast vín­krist­all sem hann virð­ir fyr­ir sér. „Þetta verð­um við ávallt að út­skýra fyr­ir við­skipta­vin­um í sum­um ríkj­um. Það er ekki hægt að út­búa vín án þess að það mynd­ist krist­all á tapp­an­um. Við höf­um fram­leitt vín með vín­kristöll­um í ára­tugi og ef ein­hver kvart­ar yf­ir þeim þá bið ég yf­ir­leitt um glas­ið og drekk það sjálf­ur. Mér hef­ur ekki orð­ið meint af þessu enn­þá,“ seg­ir þessi lit­ríki karakt­er og hlær hrossa­hlátri. Hann legg­ur mikla áherslu á þá breyt­ingu er orð­ið hafi í Elsass síð­ustu ára­tug­ina, ekki síst með minna upp­skeru­magni. Það sé lyk­ill­inn að hin­um auknu gæð­um vín­s­ins. Það þekk­ist ekki leng­ur að upp­skeru­magn­ið sé allt að 150 hl/hekt­ara. Þá átti ekki all­ir sig á þeirri breyt­ingu er orð­ið hafi á vín­ekr­un­um. Ár­ið 1918 hafi ein­ung­is 10% af rækt­uð­um þrúg­um ver­ið svo­kall­að­ar eð­al­þrúg­ur, nú séu þær hins veg­ar um 80% af upp­sker­unni.

Johnny Hugel hef­ur átt rík­an þátt í að end­ur­reisa sætvín­in í Elsass, vín í flokk­un­um vend­anges tar­di­ves og sel­ect­ion des grains nobles (SGN) og móta þær regl­ur sem gilda um fram­leiðslu þeirra og sett­ar voru 1984. Raun­ar var þátt­ur hans það mik­ill að laga­text­inn er gjarn­an kall­að­ur „lög Hugels“. Hann seg­ir nauð­syn­legt að öll SGN-vín séu ein­ung­is unn­in úr 100% eð­almyglu­þrúg­um og vend­anges tar­di­ves-vín­in úr þrúg­um þar sem fjórð­ung­ur hef­ur orð­ið eð­almygl­unni að bráð. Hann er hins veg­ar þeirr­ar skoð­un­ar að þurru vín­in séu fram­tíð­in fyr­ir Elsass og tel­ur að menn eigi að halda sínu striki.

Hann æs­ist nokk­uð upp þeg­ar hann byrj­ar að ræða um til­raun­ir sumra vín­fyr­ir­tækja með eik, en slíkt tel­ur hann alls ekki eiga við í hér­að­inu. Og þótt hann hafi sjálf­ur barist lengi fyr­ir því að Grand Cru-kerfi yrði tek­ið upp í Elsass gef­ur hann ekki mik­ið fyr­ir það í nú­ver­andi mynd. Seg­ir það alls ekki nógu strangt og því hafi hann og nokkr­ir aðr­ir fram­leið­end­ur, s.s. Trimbach, tek­ið þá ákvörð­un að nota ekki heit­ið Grand Cru þrátt fyr­ir að þeir eigi mik­ið af ekrum á Grand Cru-svæð­um. Þess í stað skipt­ast vín Hugel upp í þrjá flokka, venju­leg Hugel-vín, Tra­dition og Ju­bilée og eru það gæði þrúgn­anna en ekki upp­runa­ekra sem ræð­ur því hvar í flokki þau lenda. Flest­ir þekkja vafa­lít­ið Riesl­ing Hugel en ekki síð­ur at­hygl­is­vert er vín­ið Gentil, blanda úr eð­al­þrúg­um Elsass.

Best eru þó Ju­bilée-vín­in sem koma al­far­ið af ekrum fjöl­skyld­unn­ar. Þessi vín eru ein­ung­is fram­leidd bestu ár­in og þótt ekki standi Grand Cru á mið­an­um eru all­ar þrúg­ur af slík­um ekrum.

 

Deila.