Vín vikunnar

Vínótekið er ekki orðið vikugamalt og frábært að sjá hversu góð viðbrögðin hafa verið. Suma daga hefur fjöldi heimsókna verið hátt í þúsund og stöðugt bætist í Facebook-vinahópinn.

 Það bætist daglega við nýtt efni á vefinn og í þessari viku hafa til að mynda nokkur athyglisverð vín verið að koma inn í flokkinn víndómar. Vín sem eiga það sameiginlegt að vera á góðu verði, gefa mikið fyrir peninginn og eiga vel við á þessum árstíma.  Með því að smella á nafnið fáið þið upp umsögn um viðkomandi vín.

 Það á til dæmis svo sannarlega við hið yndislega Montes Sauvignon Blanc 2008 frá Chile og hið ástralska Peter Lehman Wildcard Chardonnay 2007. Frá Adríahafsströnd Ítalíu kemur hið ágæta rauðvín Cantina Zaccagnini Montepulciano d’Abruzzo 2006, frá Rioja á Spáni kemur El Coto Crianza 2005 og loks frá Cotes de Ventoux í Suður-Frakklandi hið yndislega La Vieille Ferme 2007. 

Deila.