Athugasemdakerfið komið í gagnið

Jæja, þá er athugasemdakerfið orðið virkt og því getið þið lesendur góðir komið með ykkar innlegg og sagt ykkar skoðun á t.d. einstaka vínum og veitingahúsum. Vonandi verður þetta virkur vettvangur skoðanaskipta og frjórrar og uppbyggilegrar umræðu um vín og mat.

Þá vil ég endilega hvetja ykkur til að senda Vínótekinu góðar uppskriftir en það er hægt að gera annaðhvort með tölvupósti á netfangið steingrimur.sigurgeirsson@gmail.com eða með því að smella á tengilinn hér.

Ef þið viljið koma einhverjum ábendingum, fyrirspurnum eða öðru á framfæri þá er líka hægt að gera það með tölvupósti eða þá með því að nota „eyðublaðið“ neðst á forsíðunni.

Deila.