Vín vikunnar

Það hafa fjögur ný vín bæst við síðustu vikuna, þar af tvö sem bera af í sínum verðflokki og flokkast sem mjög góð kaup. Ég nefni þar fyrst hið suðurfranska Cotes du Rhone 2005 frá E. Guigal sem er unaðslega gott. Sú lýsing á svo ekki síður við um hið suður-ástralska hvítvín Benchmark Chardonnay 2008.

Létt og sumarlegt er hið spænska El Coto Blanco 2008 og einnig bættist í sarpinn Cabernet-rauðvín frá Chile úr smiðju Rothschild-fjölskyldunnar frönsku og heitir það Escudo Rojo 2007.

Hægt er að lesa nánar um vínin með því að smella á nafn þeirra en alla víndóma má svo sjá með því að smella hér.

Deila.