The Stump Jump Grenache Shiraz Mourvédre 2007

Þrúgukokkteillinn Grenache, Shiraz og Mourvédre er beint frá Miðjarðarhafssvæðum Frakklands en hérna birtist hann í suður-ástralskri útgáfu. Suður-frönsku þrúgurnar hafa sýnt að þær njóta sín einstaklega vel við ástralskar aðstæður og taka þar á sig nýja og skemmtilega mynd.

The Stump Jump 2007 er vín frá vínhúsinu D’Arenberg og hin ástralski uppruni leynir sér ekki. Heitt og mjúkt með sultuðum bláberberjum og plómum, vottur af sætri eik með vanillu og örlitlu spritti enda 14% vín á ferðinni. Bragðið mjúkt og feitt með sætum berjaávexti, rabarbara og mildum lakkrís. Aðgengilegt og þægilegt.

2.189 krónur

 

Deila.