Terra di Vulcano Aglianico del Vulture 2006

Héraðið Basilicata er eitt afskekktasta svæði Ítalíu, en það er að finna á milli Púglíu í austri, Kampaníu í vestri og Kalibríu í suðri. Þetta er hrjóstrugt hérað sem einkennist af fjallendi. Þarna er hins vegar líka að finna magnaða rauðvínsþrúgu að nafni Aglianico en hún er oft nefnd í sömu andrá og Sangiovese og Nebbiolo er talið berst að bestu þrúgum Ítalíu. Hún þrífst best á mjög heitum svæðum og hraunjarðvegi og því er ekki svo skrýtið að hún dafni vel í Basilicata og í Kampaníu þar sem hún er uppistaða Taurasi-vínanna.

Terra di Vulcano Aglianico del Vulture 2006 er úr smiðju Mario Bisceglia eins athyglisverðasta (og lífræna) framleiðanda Basilicata. Vín sem hrífur mann með frá fyrsta dropa eða kannski öllu heldur fyrstu angan. Þykkt og djúpt með svörtum þroskuðum berjum, sólberjum og krækiberjum, kryddað með myntu/mentóli og heitt með djúpri jörð og steinefnum. Mikið vín en samt leikandi létt. Maður segir bara vá!

2.189 krónur. Fjórar stjörnur plús.

 

 

Deila.