Brio de Cantenac 2002

Brio de Cantenac 2002 er Bordeaux í háum klassa. Þetta er „annað“ vín Chateau Cantenac Brown, þ.e. vín af þrúgum sem ná ekki flokkun í „stóra“ vínið yfirleitt vegna þess að um er að ræða yngri vínvið. Hér kemur klassinn í gegn, Grand Cru-uppruninn leynir sér ekki, það bætist önnur vídd við vínið. Sedrusviður og kaffi blandast saman við sólberjaávöxtinn sem er farinn að gefa eftir fyrir dýpri angan og meiri dýpt. Leyfið víninu að opna sig í karöflu í eina eða tvær klukkustundir.

Með nauti, lambi, hreindýri og önd.

4.999 krónur.

 

 

 


Deila.