Catena Chardonnay 2007

Þetta Chardonnay-vín frá Catena í Mendoza í Argentínu er djúpt og fágað, ég veit ekki hvort að maður eigi ekki að segja svoleiðis en það minnti mig eiginlega meira á Sonoma en Mendoza. Mikið með töluverðri eik sem vínið nær þó að vinna fullkomlega með.

Catena Chardonnay 2007 hefur angan af þurrkuðum ávöxtum, fíkjum og ferskjum, þarna er vanilla og reykur og smá sætt byssupúður. Heilsteypt og vel uppbyggt, þurrt og ferskt.

Með grilluðum og steiktum humar eða feitum fiski á borð við lax og lúðu, gjarnan með sósu.

2.797 krónur.

 

 

Deila.